Fræðslunefndin hefur ákveðið að bæta við tímum á unglinganámskeið. Á þessu námskeiði er farið yfir almenna þjálfun hestsins í byrjun vetrar, fyrir þau sem hafa áhuga á að keppa seinna í vetur eða þau sem vilja fá aðstoð með að stilla hestinn sinn. Tilvalið námskeið fyrir alla.
Skipt verður eftir aldursflokkum í barna, unglinga og ungmennahóp.
Kennt verður á föstudögum í hólfi 3. 4-5 saman í hóp 5 skipti.
Kennari Ragnheiður Samúelsdóttir
Verð 7000kr pr þátttakenda.
Fyrsti tími verður 30.jan
2 pláss eru laus á Keppnisnámskeið hjá Ragnheiði Samúelsd. Góð þátttaka er á það námskeið og þurfti Fræðslunefndin að bæta við hópum til að koma á móts við áhuga Sprettskvenna.
Minnum á að Pollanámskeið byrjar nk sunnudag, enn hægt að skrá unga Sprettara á það námskeið.
Einnig er opið fyrir skráningar á námskeið hjá Sigrúnu Sig sem hefst 9.feb. Kennt verður í Hattarvallahöllinni.
Trek námskeið hefst 13.feb í Hattarvallahöllinni.
Skráningar fara fram í gegnum Sportfeng.
Fræðslunefndin