Námskeiðahald
Frábærar viðtökur og enn meira í boði
Við í fræðslunefnd Spretts viljum þakka félagsmönnum og konum fyrir frábæra þátttöku á þeim námskeiðum sem við höfum nú þegar boðið uppá í vetur. Einnig er gaman að fylgjast með að nýjir félagsmenn eru að bætast í Sprett.
Uppbókað er á flest námskeiðin sem hafin eru.
Enn er opið fyrir skráningar á nokkur námskeið sem framundan eru og hvetjum við félagsmenn til að skoða hvað sé í boði ef þeir eru nú þegar ekki búnir að finna eh við sitt hæfi. Við höfum bætt við hópum á sum námskeið hjá okkur.
Ef félagsmenn eru með hugmyndir að námskeiðum þá hvetjum við ykkur til að hafa samband við fræðslunefndina, netfangið er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Opið er fyrir skráningar í paratíma hjá Ævari Erni, hann mun kenna á þriðjudögum og verður fyrsti tími 27.jan tveir saman í tíma og eru þetta 6 skipti, 30.000pr mann. Kennt verður í hólf 2 í Sprettshöllinni.
Sirkusnámskeið mun hefjast 31.jan skemmtilegt námskeið fyrir alla. Kennari Ragnheiður Þorvaldsd. Opið er fyrir skráningar á þetta námskeið.
Pollanámskeið hefst sunnudaginn 1.feb kennari verður Þórdís Anna Gylfadóttir, frábært námskeið fyrir yngstu Sprettarana, 4-5 saman í hóp, 7000kr pr barn.
Við hvetjum heldriborgarana okkar að nýta sér frábært námskeið hjá Sigrúnu Sig sem hefst 9.feb. kennt verðru kl 15-17 í Sprettshöllinni, 4 saman í hóp, 15.000kr pr þátttakanda.
Einnig verður Sigrún Sig með námskeið fyrir þá sem vilja efla kjarkinn eða eru að byrja með nýja hest og vilja fá aðstoð með. Kennt verður á mánudögum í Hattarvallahöllin frá kl 19-21. 4 saman í hóp 15.000kr pr þátttakanda.
Margar konur eru búnar að skrá sig á keppnisnámskeið fyrir konur hjá Ragnheiði Samúelsd. Við bættum við tímum á fimmtudögum frá kl 20-22 og nú erum við búin að bæta við tímum á fimmtudögum frá kl 17-18 fyrir þær sem sá tími hentar betur. Kennt er í hólfi 3 í Sprettshöllinni, 4 konur saman í hóp. 15.000kr pr konu.
Trekk námskeið mun hefjast 13.feb, Erla Guðný Gylfadóttir mun sjá um kennslu á því námskeiði. Spretts
Allar skráningar fara fram í gegnum http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add
Fræðslunefnd Spretts