Námskeiðahald
Námskeið að hefjast
Mörg námskeið fara af stað í komandi viku, sem þýðir jú að hallirnar verða að hluta til eða alveg lokaðar á meðan kennsla fer fram.Þegar námskeið eru í Hattarvallahöllinni er hún lokuð fyrir aðra Sprettara.Kennt verður í hólfum 2 & 3 í nýju höllinni hólf 1 verður opið fyrir félagsmenn.
Biðjum Sprettara að sýna tillit við tjöldin milli hólfa, hestar geta hæglega fælst ef riðið er mjög nálægt tjöldunum eða þegar sandur skvettist á tjöldin.
Hér er listi yfir hvenær kennsla verður, nokkur námskeið eiga eftir að hefjast og þá munu þeir tímar bætast við.
Mánduaga og miðvikudaga verður kennsla í hólfi 3 frá kl 17-21.
Þriðjudaga og fimmtudaga verður kennsla í hólfi 3 frá kl 18-21:30
Mánudaga verður kennsla í hólf 2 frá kl 17-22.
Miðvikudaga verður kennsla í hólfi 2 frá kl 19-22
Fimmtudaga verður kennsla í hólfi 2 frá kl 17-22
Þriðjudaga og fimmtudaga verður kennsla í Hattarvallahöllinni kl 18-19
Miðvikudaga verður kennsla í Hattarvallahöllini kl 17-18
Við höfum ákveðið að fresta Þor og Styrk námskeiðinu þangað til 9.feb. Þetta námskeið er frábært fyrir fólk sem vill efla kjarkinn, er að byrja aftur eftir hlé eða er með nýjan hest sem það vill fá aðstoð með fyrstu skrefin. Kennari er Sigrún Sigurðardóttir. Fjórir saman í hóp sex tíma. 15.000pr þátttakenda
Enn er hægt að skrá sig í paratíma hjá Rúnu Einars og einnig eru örfá laus pláss á keppnisnámskeið fyrir konur hjá Ragnheiði Samúelsd, við bættum við tímum hjá Röggu á fimmtudögum til að mæta þeim konum sem ekki komast á þriðjudögum. Einnig er laust pláss á unglinganámskeið hjá Ragnheiði.
Þessi námskeið hefjast í vikunni, skráningarfrestur er til mánudagsins 19.jan.
Minnum einnig á að skráning er opin á Pollanámskeið sem verður á sunnudögum, fyrsti tími verður 1.feb, sunnudag. kennari verður Þórdís Anna Gylfad.
Fræðslunefnd Spretts