Námskeiðahald
Fleiri tímar bætast við námskeið, skráning opin
Vegna eftirspurnar í verklegahluta knapamerkja3 þá höfum við bætt við hóp með von um að fleiri nýti tækifærið og skrái sig.
Skráningarfrestur rennur út á miðnætti 16.jan.
Fullorðnir 49000
Unglingar 32000
Einnig höfum við ákveðið að bjóða uppá fleiri tíma í Keppnisnámskeiði fyrir konur, samkvæmt dagskrá á þetta námskeið að vera á þriðjudögum, nú bætum við við tímum á fimmtudögum frá kl 20:00-22:00 fyrir þær sem komast frekar þá. Vonumst til með þessu að enn fleiri konur geti nýtt sér þetta frábæra námskeið.
Fyrsti fimmtudagstíminn verður 22.jan.
Námskeiðið telur 6 skipti og 4 eru í hóp. Verð 15.000.pr þátttakenda.
Vakin skal athygli á að vegna Áhugamannadeildar Spretts þá mun kennsla falla niður fimmtudagana 5.feb og 5.mars.
Skráningarfrestur í fimmtudagstímana er 20.jan
Minnum einnig á að opið er fyrir skráningar unglinganámskeið fyrir 13-17 ára unglinga, þetta námskeið er fyrir alla unglinga sem vilja fá góða leiðsögn með hestinn sinn. 4 saman í hóp kennt einu sinni í viku, 6 skipti. 10.500kr pr ungling.
Síðasti skráningar dagur á námskeiðið Hestamennska II er 16.jan. Námskeiðið hefst nk mánudag.
http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add
Fræðslunefnd