Námskeiðahald
Opið fyrir skráningar á Pollanámskeið og Sirkusnámskeið
Opið er fyrir skráningar á Pollanámskeið, námskeiðið verður á sunnudögum í Sprettshöllinni, hólf 3, frá kl 11-14. 4-5 börn verða saman í hóp. Þetta námskeið er ætlað þeim allra yngstu sem eru að stíga sín fyrstu skref í hestamennskunni. 6 skipti, 7000kr pr barn. Fyrsti tími verður 25.jan. Kennari verður Þórdís Anna Gylfadóttir.Opið er fyrir skráningar á Sirkusnámskeið.Á þessu námskeiði er hesturinn þjálfaður með hljóðmerkjum. Nýtist vel í allri þjálfun og hægt að kenna hrossunum ótrúlegustu hluti. Þetta námskeið hefur verið vel sótt síðastliðin tvö ár. Ragnheiður Þorvaldsdóttir reiðkennari verður með þetta klikker námskeið eða smellunámskeið þar sem þú mætir með hestinn þinn. Þú getur kennt þínum hesti hvað sem er með þessari aðferð. Hestar eru greind dýr, þeir eru fúsir til að læra og fúsir til að þóknast. Til að búa til þessa galdra notum við litla plast smellu. Smellan gerir áberandi hljóð þegar smellt er. Hún segir hestinum þínum : já þetta er það sem ég vil að þú gerir. Það lofar honum verðlaun fyrir vel unnin störf. Smelllan virkar eins og að smella á myndavél, nákvæmlega á þeirri stundu sem hesturinn hefur gert það sem þú villt. Hvað er hægt að kenna með klikker? Allt sem þú vilt. Hestar eru aldrei of ungir né gamlir til að læra smelluþjálfun. Allir geta búið til klikker Super Star. 6 tímar 15.000kr fyrir fullorðna 10.500kr fyrir unglinga. Kennt verður á laugardögum frá kl:12-15 í Hattarvallahöllinni. Fyrsti tíminn verður 31.jan.Tíminn 21.feb fellur niður vegna Hundafimikeppni í Hattarvallahöllinni.
Við stefnum á að halda Þulanámskeið fyrir þá/þær sem hafa áhuga á að starfa á mótum fyrir félagið sem þulir. Kennari verður Sigrún Sig. Farið verður yfir ýmis gagnleg atrið varðandi starf þula á mótum og öðrum viðburðum. Nánari upplýsingar koma á næstu dögum. Námskeiði fyrir heldri borgarana okkar sem átti að hefjast 26.jan hefur verið frestað til 9.feb. Skemmtilegt námskeið fyrir eldra fólkið okkar, farið yfir ýmis atrið í reiðmennskunni.4 saman í hóp, 6 skipti. 15.000pr þátttakanda.
Minnum einnig á að opið er fyrir skráningar á mörg önnur námskeið sem eru á dagskrá.
Öll skráning fer fram í gegnum http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add
Fræðslunefndin