Námskeiðahald
Fréttir af námskeiðum
Skráningar á námskeið eru í fullum gangi. Hvetjum alla til að skoða hvað er í boði hjá Fræðslunefndinni.
Kennsla í knapamerkjum 1-2 hefst 13.jan. Skráningar frestur fyrir þau er til 8.jan. Knapamerki 3-5 hefjast 19.jan og er skráningarfrestur til 15.jan
Góð skráning er á mörg námskeið sem eru í boði hjá Spretti, sum námskeið nú þegar orðin fullbókuð, sem er auðvitað frábært.
Hvetjum heldriborgarana okkar að skrá sig á námskeið hjá Sigrúnu Sig. kennt verður á mánudögum í nýju höllinni frá kl 15-17 fyrsti tími verður 26.jan. Verð er 15.000pr þátttakanda
Frábært keppnisnámskeið fyrir konur hefst 20.jan kennari verður Ragnheiður Samúelsd, frábær undirbúningur fyrir þær sem stefna á keppni í vetur. 4 saman í hóp. Verð 15.000 pr þátttakanda.
Hvetjum unglinga 13-17 ára að fara á námskeið hjá Ragnheiði Samúelsd. Gott námskeið fyrir td þá unglinga sem ekki ætla í knapamerkin en vilja fá góða kennslu með hesta sína. 4 saman í hóp, verð 10500pr þátttakanda. Kennt verður á miðvikudögum í Hattarvallahöllinni
Almennt reiðnámskeið hjá Ella Sig verður kennt 2x í viku á þriðjudögum og fimmtudögum, samtals 6 tímar, 4 saman í hóp. Kennt verður í Hattarvallahöllinni. Verð 15.000pr þátttakanda
Para tímar hjá Rúnu Einars áttu að hefjast miðvikudaginn 14.jan en hefur verið frestað til miðvikudagsins 21.jan, enn er hægt að skrá sig hjá Rúnu. Verð 30.000pr þátttakanda
Einnig eru laus pláss í paratíma hjá Ævari Erni, verð 30.000pr þátttakanda.
Eitt pláss er laust í paratíma hjá Þorvaldi Árna, verð 30.000pr þátttakanda.
Opnað hefur verið fyrir skráningar á námskeið hjá Sigrúnu Sig. Þor og styrkur, kennt verður í Hattarvallahöllinni á mánudögum 19-21. 4 saman í hóp, tilvalið námskeið fyrir þá sem vilja efla kjarkinn eða eru að fara af stað með nýtt hross og vilja fá aðstoð fyrstu vikurnar. 15.000 pr þátttakanda, námskeiðið hefst 26.jan. Skráningarfrestur er til 23.jan.
Þeir sem ætla að skrá sig á námskeið verða að vera skráðir félagsmenn í Sprett, skráningar fara fram í gegnum http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add
Upplýsingar um námskeið er að finna http://sprettarar.is/frettir-af-namskeidahaldi-hja-spretti/476-dagskra-fraedhslunefndar
Fræðslunefnd Spretts