Boðið verður upp á þá nýjung hjá hestamannafélaginu Spretti að börn frá 6 til 13 ára geta nú stundað hestamennsku 1x í viku, alls 8 skipti, á tímabilinu 7.okt. til 25.nóv.
Allur búnaður er innifalinn, þ.m.t. aðgangur að hesti og nauðsynlegum búnaði. Kennarar eru Sigrún Sigurðardóttir, einn reynslumesti reiðkennari landsins, og Þórdís Anna Gylfadóttir, reiðkennari frá Háskólanum á Hólum.
Lögð verður áhersla á bóklega kennslu, ásetuæfingar, ýmsa hestaleiki, sýnikennslur o.fl. en ekki almenna reiðkennslu.
Skráning fer fram á
http://skraning.sportfengur.com/ undir námskeið, þar verður svo að velja hestamannafélagið Sprettur.
Skráning verður að fara fram fyrir 1.okt. nk.
Verð kr.18.000 kr. ALLIR VELKOMNIR!
Mjög reynslumiklir kennarar
Sýnikennslur, ásetuæfingar, bókleg kennsla, leikir, myndbönd o.fl.
Frábær aðstaða hjá Spretti
Allur búnaður innifalinn
Holl íþrótt í fallegu umhverfi
Hestamannafélagið Sprettur
Nánari upplýsingar gefa:
Sigrún s.896 1818 og
Þórdís s.868 7432