Nú er opin skráning á bóklega hluta
Knapamerkja 1. Kennt verður á fimmtudögum 18:30-20, þrisvar sinnum, bóklegt próf verður föstudaginn 4. apríl kl 19 að öllu óbreyttu. (birt með fyrirvara um breytingu)
Nú eru polla og krakkanámskeiðin á enda, mikil ánægja hefur verið með þessi námskeið og því bjóðum við að sjálfsögðu uppá ný námskeið fyrir yngstu kynnslóðina. Aftur verður kennt einu sinni í viku, 6 skipti, 4-5 krakkar í hóp. Sömu kennarar og voru, Erla Guðný með eldri krakkana og Halla María með þau yngri.
Krakkanámskeiðið verður nú á sunnudögum frá kl 10. Fyrsti tíminn verður sunnudaginn 23. mars.
Nýtt námskeið átti að hefjast á morgun, mánudaginn 17.mars, hjá Sigrúnu Sig. en Sigrún lenti í óhappi og frestast því fyrsti tíminn um viku.
Fræðslunefndin auglýsti keppnisnámskeið fyrir konur hjá Sylvíu Sigurbjörnsd. Ekki náðist nægileg þátttaka til að af því námskeiði verði.
Keppnisnámskeið fyrir börn og unglinga er farið af stað og gengur vel, góð þátttaka er en ef eh langar að bætast í hópinn er það auðsótt mál, sérstaklega hvetjum við börn (barnaflokk 10-13 ára) að taka þátt í þessu námskeiði.
Sl miðvikudag var aðalfundur Spretts eins og flestir vita, þá hættu tveir meðlimir fræðslunefndar og tvær nýjar konur komu í þeirra stað. Sigurður Helgi Ólafsson og Ragna Emilsd. hættu og þökkum við þeim gott samstarf, til liðs við okkur komu Oddný Erlendsdóttir og Ásrún Óladóttir og bjóðum við þær velkomnar til starfa með okkur.
Allar skráningar fara fram í gegnum
http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add
Fræðslunefnd