Nú ætlar Fræðslunefndin að bjóða uppá enn eitt námskeiðið og nú höfum við fengið Sylvíu Sigurbjörnsd. til liðs við okkur.
Hún ætlar að vera með námskeið fyrir konur sem stefna á keppni, hvort sem það er Kvennatöltið nú í miðjan apríl eða aðrar keppnir seinna í vor.
Kennt verður á þriðjudögum og verða 3 konur í hóp. Fyrsti tíminn verður þriðjudaginn
18.mars og verða þetta 5 skipti. Verð pr konu er 30.000kr.
Vilji konur vera tvær saman í hóp verður að hafa samband við fræðslunefnd en þá verður verðið pr konu 45.000kr
Til þess að af þessu námskeiði verði, verða að lágmarki 9 konur að vera skráðar á námskeiðið annars fellur það niður.
Skráning fer fram í gegnum
http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=addFræðslunefnd.