Minnum á að skráningarfreststur til að taka þátt í bóklegum Knapamerkjum nú í haust er til
29.september nk.
Kennsla hefst svo fyrstu vikuna í október.
Kennt verður í Guðmundarstofu
(gamla félagsheimili Fáks), einnig verður í boði að stunda nám í gegnum fjarfundabúnað, en
mæta þarf á staðinn í bóklegt próf.
Bókleg knapamerki verða kennd í október/ nóvember (ef næg þátttaka fæst) og lýkur
námskeiðunum með skriflegum prófum í haust.
Námskeiðið er opið öllum þeim er hafa áhuga á að ljúka bóklegu námi í haust.
Áætlaðir kennsludagar eru:
KM 1 og 2 mánudagar
KM 3 og 4 miðvikudagar
KM 5 sitja alla tíma og 10 tímar að auki
Kennsla hefst mánudaginn 3.október á KM 1 og 2 – og 5.
Kennsla hefst miðvikudaginn 5.október á KM 3 og 4.
Skemmtilegt nám fyrir þá sem vilja auka þekkingu og færni á skipulagðan hátt.
Knapamerkjabækurnar fast td í Líflandi, Ástund og hjá Hólaskóla. Sum bókasöfn eiga einnig
eintök. ( ATH Nýjustu bækurnar eru allar gormabækur)
Knapamerki 1 - 8 bóklegir tímar (4 skipti) og próf Kr. 15.500.-
Knapamerki 2 - 8 bóklegir tímar (4 skipti) og próf kr. 15.500.-
Knapamerki 3 - 12 Bóklegir tímar (6 skipti) og próf kr. 17.500-
Knapamerki 4 - 14 bóklegir tímar ( 7skipti) og próf ktr 27.000
Knapamerki 5 - 14 bóklegir tímar og mæting í allar
Kennslustundir í km1-2-3-4 og próf kr. 27.000.-
Skráning á sportfengur.com: bókleg KM 2022 þar sem skráð er í hvert km fyrir sig.
Kennari verður Sigrún Sig, hægt er að fá nánari upplýsingar hjá Sigrúnu í s.896 1818.