Vinsælu hestamennsku námskeiðin hefjast sunnudaginn 30.október nk. þar sem börnum og
unglingum gefst tækifæri á að sækja æfingar í hestamennsku.
Námskeiðið er ætlað börnum
og unglingum á aldrinum 7 – 14 ára.
Skipt verður í hópa eftir aldri og getu.
Kennt verður á sunnudögum milli kl.16-18, samtals 8 skipti, og hefst kennsla 30.okt. nk.
Nemendur þurfa ekki að vera með hest á þessu námskeiði.
Áherslur námskeiðisins eru
sætisæfingar, hringteymingar, sýnikennslur, horft á keppnir/lært af vídjói, bóklegir tímar og
fyrirlestrar.
Einnig verður farið í heimsóknir og haldið skemmtikvöld/bingó.
Hestamennsku námskeiðin halda svo áfram eftir áramót og þá þurfa nemendur að mæta
með sína eigin hesta.
Kennari verður Guðrún Margrét Valsteinsdóttir ásamt ýmsum góðum gestum.
Verð er 25.000kr.
Skráning er hafin og lýkur 20.október nk.
Skráning hér;
https://www.sportabler.com/shop/hfsprettur/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MTM1ODg=?