Knapamerki eru frábær leið fyrir þá sem vilja sækja stigskipt nám í hestamennsku og bæta við
þekkingu sína og færni sem reiðmenn. Námið hentar öllum sem eru 12 ára og eldri, bæði
byrjendum sem og lengra komnum reiðmönnum. Minnum á að hægt er að nýta frístundastyrkinn
fyrir yngri nemendur (kemur sjálfkrafa sem val í Sportabler). Einnig er hægt að fá kvittun fyrir
námskeiðunum sem fullorðnir geta nýtt sér hjá sínu stéttarfélagi.
Möguleiki er á að bjóða upp á sér hóp fyrir fullorðna í Knapamerkjunum ef áhugi er fyrir hendi.
Hægt er að taka stöðupróf í knapamerkjum 1 og 2, ef nemandi telur að hann kunni grunnþættina,
og þá mætir nemandi eingöngu í prófið í lok námskeiðsins. Þeir sem hafa áhuga á að taka
stöðupróf í 1 og 2 hafi samband við This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Knapamerki 1 verður kennt á miðvikudögum kl.16-17 (Húsasmiðjuhöll) og sunnudögum kl.11-12
(Húsasmiðjuhöll/Samskipahöll).
Knapamerki 1 er samtals 10 tímar.
Kennt verður bæði í Húsasmiðjuhöll og Samskipahöll.
Verð fyrir KM1 fyrir börn, unglinga og ungmenni er 20.000kr
https://www.sportabler.com/shop/hfsprettur/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MTM0Mjg=?
Verð fyrir KM1 fyrir fullorðna er 28.000kr
https://www.sportabler.com/shop/hfsprettur/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MTM0Mjk=?
Knapamerki 2 verður kennt á miðvikudögum kl.17-18 (Húsasmiðjuhöll) og sunnudögum kl.12-13
(Húsasmiðjuhöll/Samskipahöll).
Knapamerki 2 er samtals 13 tímar.
Verð fyrir KM2 fyrir börn, unglinga og ungmenni er 27.000kr
https://www.sportabler.com/shop/hfsprettur/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MTM0MzE=?
Verð fyrir KM2 fyrir fullorðna er 38.000kr
https://www.sportabler.com/shop/hfsprettur/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MTM0MzI=?
Kennari í Knapamerkjum 1 og 2 verður Rúna Björg, reiðkennari frá Hólaskóla.
Hér er hægt að kynna sér betur Knapamerkin á heimasíðunni; http://knapamerki.is/