Þá er loksins komið að því – nú sækjum við námskeið sem liðkar okkur og losar um stífleika,
styrkir okkur og gerir að enn betri knöpum – því við vitum að mýkt er undirstaða góðrar
ásetu!
Námskeið er til þess að bæta ásetu og líðan í eigin líkama. Persónulegt námskeið þar sem við
kynnumst eigin líkama og hvað við þurfum að gera til að fá betri ásetu. Spjallað um
ásetugalla, af hverju þeir eru og hvernig má laga þá. Einnig um hvað “sæti” er, og hvernig við
getum notað það ásamt því að fara yfir öryggisatriði varðandi ásetu. Gerum æfingar sem
hjálpa okkur að skilja ásetuna og samspil milli knapa og hests.
Farið verður í gegnum það hvernig við fylgjum hreyfingum hestsins á feti og stígandi
ásetu. Einnig í hraðabreytingum og stöðvunaræfingum. Hvernig við getum talað við
hestinn með líkamanum, lærum að hvísla og gera ósýnilegar ábendingar.
Notuð verða pilatestæki til að finna réttu vöðvnana sem við þurfum að nota á baki og
hver þátttakandi fær einstaklingsmiðað heimaprógram ásamt öðru almennu knapa
prógrammi til þess að geta haldið áfram að bæta eigin líkama og ásetu eftir
námskeiðið.
Í framhaldinu, líklega í janúar 2023, verður svo boðið uppá framhaldsnámskeið með hest,
þar sem viðnotum það sem við lærðum í stúdíóinu á baki til að bæta ásetuna, stjórnun og
þ.a.l. samband milli knapa og hests.
Námskeiðið er fjögur skipti, á fimmtudagskvöldum kl. 18:30-20:30.
Hámarksfjöldi þátttakanda er 6.
Staðsetning: Eldrún pilates stúdíó, Skipholti 50b.
Hefst: 22. September.
Verð: 43.500 kr
Skráning:
https://www.sportabler.com/shop/hfsprettur/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6ODI0MA==