Sprettur mun halda Pilates námskeið sérsniðið fyrir knapa með Heiðrúnu Halldórsdóttur. Heiðrún Halldórsdóttir er í dag ein af tveimur fullnuma kennurum í pilates fyrir knapa (Pilates for Dressage® Instructor) í heiminum.
Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig best er að fylgja hreyfingu hestsins, svo samband milli knapa og hests sé skýrt og mjúkt. Einnig mun það hjálpa knapa að fara betur með líkamann á sjálfum sér, jafnvel minnka eða losna við verki ef einhverjir eru.
Námskeiðið verður kennt með eftirfarandi hætti;
- Þrír tímar í stúdíói á miðvikudögum kl.17:00-18:15
- Þrír tímar í sætisæfingum á fimmtudögum í Samskipahöll í hólfi 2 milli kl.17-19.
Námskeiðið hefst miðvikudaginn 23.mars og er kennt til 7.apríl. Á miðvikudögum kl.17:00-18:15 er farið í pilates æfingar í pilates stúdíói sem er staðsett í Skipholti 50b. Á fimmtudögum er farið í sætisæfingar á hestbaki, hver og einn kemur með sinn hest og búnað, í Samskipahöll í hólfi 2. Kennt er í 2ja manna tímum í 40mín á milli kl.17-19.
Verð er 39.500kr.
Hægt er að skrá sig á námskeiðið með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan;
https://www.sportabler.com/shop/hfsprettur/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6ODI0MA==?
Hér má sjá nánari upplýsingar um Heiðrúnu og pilates almennt; https://www.pilatesheidrun.com/