Hekla Katharína Kristinsdóttir reiðkennari mun halda helgarnámskeið í Spretti helgina 2. og 3. apríl í Samskipahöllinni í hólfi 3. Hekla Katharína er útskrifaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum og starfar einnig sem landsliðsþjálfari U-21 í hestaíþróttum. Hekla hefur einnig staðið sig vel á keppnis- og kynbótabrautinni og hefur mikla reynslu sem þjálfari og tamningamaður.
Kennt verður í einkatímum, 50 mín. bæði laugardag og sunnudag.
Verð fyrir fullorðna er 31.500kr
Verð fyrir yngri flokka er 25.500kr
Hér er hlekkur á skráningu fyrir fullorðna; https://www.sportabler.com/shop/hfsprettur/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6ODIzMA==?
Hér er hlekkur á skráningu fyrir yngri flokka;
https://www.sportabler.com/shop/hfsprettur/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6ODIzMQ==?