Járningamennirnir Caroline Aldén (Járn og Hófar) og Sigurgeir Jóhannsson (Járningaþjónusta Geira) munu halda járninganámskeið í Spretti helgina 25.-27.mars 2022.
Þau hafa bæði lokið þriggja ára námi við járningarskólan Wången í Svíþjóð.
Bæði hafa þau lengi verið í hestum og áhuginn fyrir járningum vaknaði snemma.
Þau hafa mikla reynslu af járningum, allt frá ferðahestum, sjúkrajárningar og topp keppnis- og kynbótahrossa.
Á föstudeginum verður bóklegur tími og sýnikennsla, á laugardegi og sunnudegi verður hópnum skipt í tvennt (verður gert í bóklega tímanum á föstudegi) og kennt verður fyrir og eftir hádegi báða daga.
Hver og einn þátttakandi kemur með sinn hest og járningaáhöld.
Verð fyrir hvern þátttakenda er 25.000kr.
Námskeiðið er öllum opið en þó ganga Sprettarar fyrir.
Hér er hlekkur á skráningu námskeiðsins;
https://www.sportabler.com/shop/hfsprettur/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6ODE1MQ==?