Hestamennskunámskeiðið er ætlað fyrir börn og unglinga á aldrinum 8-14 ára.
Skipt verður í hópa eftir aldri og getu. Nemendur þurfa að mæta með sinn hest á námskeiðið.
Gert er ráð fyrir að nemendur geti stjórnað sínum hestum sjálf og geti riðið á feti, tölti og brokki.
Aðaláherslan hér eru verklegir reiðtímar. Farið verður yfir víðan völl í kennslunni, s.s. áseta, gangtegundir, leikir, fimiæfingar, hindranir, þrautabraut, undirbúningur fyrir létta keppni (vetrarleikar) og hafa gaman!
Mögulega bætist við þátttaka á reiðhallarsýningu fyrir eða um páska.
Námskeiðið hefst miðvikudaginn 2.febrúar og stendur til 6.apríl. Kennt verður á miðvikudögum í Samskipahöll í hólfi 3.
Tímasetningar milli kl.17:00-19:30, hver tími í 45mín.
Kennarar verða Þórdís Anna Gylfadóttir og Sigrún Sigurðardóttir.
Verð 30.000kr.
Hægt er að nýta frístundastyrkinn. Skráning í gegnum nýtt forrit, Sportabler, hér er hlekkur á skráninguna; https://www.sportabler.com/shop/hfsprettur/1/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6NzY1Mg==?