Í vetur verður í boði pollanámskeið í Spretti.
Námskeiðið er ætlað fyrir okkar allra yngstu knapa. Ætlast er til að foreldrar aðstoði ef kennari óskar eftir.
Kennari er Hrafnhildur Blöndahl Arngrímsdóttir og er menntaður hestafræðingur, leiðbeinandi og tamningarmaður frá Háskólanum á Hólum.
Kennt verður á laugardögum í Húsasmiðjuhöll á tímabilinu 10:00-13:00.
Hver tími er 40mín og verður kennt 6 skipti. 4-5 nemendur saman í hóp.
Skipt verður í hópa; pollar teymdir og pollar sem ríða sjálfir. Verð 9.500kr.
Námskeiðið hefst laugardaginn 29.janúar.
Skráning fer fram á sportfengur.com. Athugið að skrá á rétt námskeiðið - pollar teymdir eða pollar sjálfir.