Í boði eru 30 mín einkatímar á sunnudögum. Einkatímar eru frábær leið til að fá aðstoð með hestinn sinn og sjálfan sig þar sem kennslan er miðuð að hverjum og einum.
Kennari er Valdís Björk Guðmundsdóttir, reiðkennari frá Hólaskóla. Valdís er starfandi tamningamaður og þjálfari og er einnig nýútskrifuð frá Háskólanum á Hólum sem reiðkennari.
Valdís hefur staðið sig vel á keppnisvellinum sem og kynbótabrautinni undanfarið og er auk þess reynslumikill tamningamaður.
Námskeiðið hefst sunnudaginn 16.janúar, hver tími er 30mín og er samtals 5 skipti.
Kennt verður bæði í Húsasmiðjuhöll og Samskipahöll.
Skráning fer fram á sportfengur.com og er skráning opin.
Verð fyrir fullorðna er 35.000kr.
Verð fyrir yngri flokka er 25.000kr og þurfa þeir að skrá sig í gegnum tölvupóstinn This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..