Námskeiðið hefst 10.jan, örfá laus pláss
Farið verður í hvernig hægt er að notast við vinnu við hendi til að hjálpa hestinum að skilja grunnábendingar og að ná betri stjórn á yfirlínu og andlegu og líkamlegu jafnvægi. Grundvöllur árangurs er að hesturinn sé sáttur og skilji ábendingar knapans, hvort sem það er frá jörðu eða á baki.
Vinna við hendi hjálpar til við bæta samhæfingu þjálfarans og gefur honum færi á því að sjá hvernig hesturinn bregst við ábendingum og hreyfir fæturnar. Jafnframt hefur slík vinna afar jákvæð áhrif á samband manns og hests, eykur gagnkvæma virðingu og styrkir leiðtogahlutverkið. Farið verður í notkun fimiæfinga frá jörðu og hvaða ávinning þær hafa fyrir hestinn.
Nemendur mæta með eigin hest og búnað. Búnað sem þarf að koma með í fyrsta tíma er snúrumúll, vaður, beisli, reiðtaumur og reiðpískur.
Hámark 5 nemendur saman í hverjum hóp, 6 skipti.
Námskeiðið hefst mánudaginn 10.janúar og lýkur 14.febrúar.
Kennt er í Samskipahöll, 1x í viku á mánudögum. Kennt er á milli kl.18-21. Kennari er Hrafnhildur Helga Guðmundsdóttir.
Verð fyrir unglinga og ungmenni er 13.500kr, vinsamlega sendið póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. til þess að fá aðstoð við skráningu.
Verð fyrir fullorðna er 19.500kr