Hér má sjá yfirlit yfir þær uppákomur og námskeið sem hestamannafélagið Sprettur býður upp á eingöngu fyrir unga félagsmenn/yngri flokkana. Hvert og eitt námskeið verður auglýst betur þegar nær dregur. Unga kynslóðin getur líka sótt önnur námskeið á vegum félagsins, t.d. einkatíma og helgarnámskeið, sem eru í boði fyrir alla félagsmenn.
Frjálsir tímar
Í vetur og fram á vor verða fráteknir tímar í báðum reiðhöllum ætlaðir eingöngu fyrir yngra flokka. Þar munu börn, unglingar og ungmenni fá tækifæri á því að þjálfa, hittast og spjalla saman og hafa gaman. Leiðbeinandi og reiðkennari verða á staðnum, þó ekki alltaf, til aðstoðar ef einhver vill. Einnig verða stundum „pop-up“ tímar með reiðkennara, t.d. farið í hindrunarstökk, brokkspírur, hringteymingar o.fl.
Tímarnir eru eftirfarandi;
Samskipahöll – þriðjudagar kl.17:00-18:00, hólf 2
Húsasmiðjuhöll – fimmtudagar kl.17:00-18:00
Fyrsti frjálsi tíminn er þriðjudaginn 4.janúar í Samskipahöll og fimmtudaginn 6.janúar í Húsasmiðjuhöll og eru tímarnir á dagskrá út maí 2022.
Opið hús
Í vetur og fram á vor verður „opið hús“ á 2.hæð Samskipahallarinnar fyrir yngri flokkana. Þar er hægt að koma saman og spjalla, horfa á vídjó o.fl. Boðið verður upp á pizzu og yngri flokkunum gefið tækifæri á að hittast. Stefnt er að því að hefja „opið hús“ í febrúar.
Sunnudagsreiðtúrar
Einn sunnudag í mánuði verður boðið upp á sameiginlegan reiðtúr fyrir ungu kynslóðina. Miðað verður við fyrsta sunnudag hvers mánaðar en fer þó líka eftir veðri hverju sinni. Reiðtúrunum verður skipt upp í polla og börn annarsvegar og svo hinsvegar unglinga og ungmenni hinsvegar. Reiðtúrarnir verða auglýstir hverju sinni með nákvæmari staðsetningu og tímasetningu.
Miðnæturreiðtúrar
Með hækkandi sól (maí og júnI) verður boðið upp á „miðnæturreiðtúra“ fyrir unglinga og ungmenni. Nánar auglýst síðar.
Æfingamót - gæðingakeppni
Um miðjan maí mun Hestamannafélagið Sprettur bjóða upp á æfingamót í gæðingakeppni fyrir yngri flokka. Mótið er hluti af undirbúningi nemenda á keppnisnámskeiði. Allir félagsmenn í yngri flokkum geta skráð sig og tekið þátt, hvort sem þeir eru á keppnisnámskeiði eða ekki. Upplýsingar um skráningu og verð verður auglýst nánar síðar.
Pollanámskeið
Í vetur verður í boði pollanámskeið í Spretti. Námskeiðið er ætlað fyrir okkar allra yngstu knapa. Ætlast er til að foreldrar aðstoði ef kennari óskar eftir. Kennari er Hrafnhildur Blöndahl Arngrímsdóttir og er menntaður hestafræðingur, leiðbeinandi og tamningarmaður frá Háskólanum á Hólum. Kennt verður á laugardögum í Húsasmiðjuhöll á tímabilinu 10:00-13:00. Hver tími er 40mín. Skipt verður í hópa; pollar teymdir og pollar sem ríða sjálfir. 4-5 nemendur saman í hóp. Námskeiðið hefst laugardaginn 29.janúar.
Námskeiðið verður auglýst nánar um miðjan janúar með öllum upplýsingum um skráningu og verð.
Hestamennsku námskeið
Vetur 2022
Hestamennskunámskeiðið er ætlað fyrir börn og unglinga. Gert er ráð fyrir að nemendur geti stjórnað sínum hestum sjálf og geti riðið á feti, tölti og brokki. Aðaláherslan hér eru verklegir reiðtímar. Farið verður yfir víðan völl í kennslunni, s.s. áseta, gangtegundir, leikir, fimiæfingar, hindranir, þrautabraut, undirbúningur fyrir létta keppni (vetrarleikar) og hafa gaman! Námskeiðinu lýkur með þátttöku í sýningu/keppni fyrir páska.
Námskeiðið hefst miðvikudaginn 2.febrúar og stendur til 6.apríl. Mögulega þátttöku á Dymbilvikusýningu Spretts þann 13.apríl eða vetrarleikum Spretts í apríl. Námskeiðið verður auglýst nánar um miðjan janúar með öllum upplýsingum um skráningu og verð.
Vor 2022
Hestamennskunámskeiðið er ætlað fyrir börn og unglinga. Gert er ráð fyrir að nemendur geti stjórnað sínum hestum sjálf og geti riðið á feti, tölti og brokki. Aðaláherslan hér verða reiðtúrar og þjálfun utandyra. Hvernig á að þjálfa hest í reiðtúr - hvað ber að varast - hvað er hægt að gera og hvernig. Einnig verða kynntar hringteymingar og þjálfun í reiðgerðum. Kennsla fer fram utandyra á reiðvegum og í reiðgerðum, eingöngu 2-3 saman í hóp. Kennt verður frá 4.maí til 1.júní, 5 skipti. Námskeiðið verður auglýst nánar þegar nær dregur með öllum upplýsingum um skráningu og verð.
Sumar 2022
Í lok tímabilsins, ef áhugi er fyrir hendi, er hugmynd að nemendur Hestamennsku námskeiðanna fari saman í stutta hestaferð þar sem riðið verður um Þingvelli og gist á Skógarhólum. Áætluð tímasetning um miðjan júní. Nánar síðar.
Sirkusnámskeið
Sirkus helgarnámskeið í Samskipahöllinni helgina 11.-13.febrúar. Kennari er Ragnheiður Þorvaldsdóttir. Kenndir verða 5 tímar, 1 bóklegur og 4 verklegir. Farið verður m.a. yfir 7 games eftir Pat Parelli, smelluþjálfun, brelluþjálfun og umhverfisþjálfun. Unnið er eingöngu með hestinn í hendi. Útbúnaður sem þarf er snúrumúll og langur mjúkur kaðaltaumur. Smella sem fæst í helstu gæludýrabúðum og Líflandi. Aldurstakmark er 12 ára.
Skemmtilegt námskeið til að nálgast hestamennskuna á annan hátt. Námskeiðið verður auglýst nánar um miðjan/lok janúar með öllum upplýsingum um skráningu og verð.
Keppnisnámskeið I – styttri útgáfa
Keppnisnámskeið fyrir börn, unglinga og ungmenni sem stefna á keppni á vetrarleikum, firmakeppni og innanfélagsmótum. Hugsað fyrir nemendur sem eru t.d. að stíga sín fyrstu skref í keppni, nemendur sem eru að koma sér aftur af stað í keppni og nemendur sem ætla að keppa í léttari keppnisgreinum t.d. T7, T4 og V5. Námskeiðið hefst sunnudaginn 16.janúar og er kennt fram í mars. Kennt verður á sunnudögum, í 8 skipti. Kennari er Valdís Björk Guðmundsdóttir, reiðkennari. Auk verklegrar kennslu verða haldnir fyrirlestrar með dýralækni, fóðurfræðingi og íþróttasálfræðingi. Námskeiðið verður auglýst nánar í byrjun janúar með öllum upplýsingum um skráningu og verð.
Keppnisnámskeið II – lengri útgáfa
Keppnisnámskeið fyrir börn, unglinga og ungmenni sem stefna á keppni á íþrótta- og gæðingamóti sem og Landsmóti 2022. Nemendur þurfa að hafa kláran keppnishest og hafa það að markmiði að stefna á stórmót. Námskeiðið hefst 21.febrúar og nær fram að Landsmóti. Kennt verður á mánudögum. Kennsla mun fara fram inni í reiðhöll sem og úti á keppnisvelli. Kennt verður í hópatímum, paratímum og einkatímum. Auk verklegrar kennslu verða haldnir fyrirlestrar með dýralækni, fóðurfræðingi og íþróttasálfræðingi. Einnig verður farið í skoðunarferð á mótssvæðið á Hellu. Kennarar verða Friðdóra Friðriksdóttir og Sindri Sigurðsson, reiðkennarar frá Hólum og gæðingadómarar. Þeim til aðstoðar verður Þórdís Gylfadóttir. Námskeiðið verður auglýst nánar um miðjan/lok janúar með öllum upplýsingum um skráningu og verð.