Mánudaginn 27.desember kl.16:00-17:30 mun Æskulýðs- og Fræðslunefnd setja upp braut með brokkspírum og hindrunum í Húsasmiðjuhöll en nýlega festi Sprettur kaup á ýmiskonar dóti frá Poly Jumps.
Tíminn er hugsaður fyrir yngri kynslóðina til að hittast og hafa gaman með hestunum sínum, fullorðnir mega líka mæta en yngri kynslóðin gengur fyrir. Það getur verið gott að fullorðnir mæti með börnum sínum til aðstoðar.
Til að byrja með verður ekki gert ráð fyrir að knapar séu á baki hestunum sínum heldur vinni með þá í hendi, í löngum taum. Jenny Eriksson verður á staðnum og mun stýra tímanum.