Í haust hafa 26 börn og unglingar sótt Hestamennsku námskeið hjá Spretti. Ýmislegt hefur verið gert, m.a. farið á hestbak, sætisæfingar, sett saman höfuðleður og skreytt, heimsókn á tamningastöðina til Önnu Bjarkar og Snorra Dal í Hafnarfirði, spilað bingó og dýralæknir fengin í heimsókn. Einnig kom til okkar í heimsókn ungur Sprettari, hún Hulda María Sveinbjörnsdóttir og sagði nemendum frá sinni hestamennsku. Nemendur höfðu mjög gaman af, sérstaklega að skoða bikarasafnið hennar
Á þessu námskeiði er ekki krafist þess að nemendur mæti með hest, heldur sér hestamannafélagið um að útvega hesta þegar verkleg kennsla er. Það hefur gert það að verkum að nemendur hafa komið úr öllum áttum, bæði þau sem eiga hest og þau sem eiga ekki hesta.
Kennarar námskeiðsins eru þær Sigrún Sigurðardóttir og Þórdís Gylfadóttir. Auk þess hefur Henna Siren aðstoðað við verklega kennslu.
Í byrjun febrúar hefst svo Hestamennsku námskeiðið á ný og verður kennt fram í apríl. Þá þurfa nemendur að mæta með hest með sér.
Hér má sjá nokkrar myndir frá hestamennsku námskeiðinu, sem er nú nýlokið.
https://www.facebook.com/media/set?vanity=sprettarar&set=a.309694177829507