Almennt reiðnámskeið fyrir fullorðna sem vill styrkja leiðtogahlutverk sitt, öðlast betri færni í samskiptum við hestinn sinn og læra að skilja hestinn betur.
Þetta námskeið er frábært fyrir einstaklinga sem til dæmis vilja auka kjark og þor, byrja aftur eftir hlé í hestamennsku eða einfaldlega byrja með nýja hesta.
Námskeiðið hefst þann 24.janúar 2022. Kennt verður á mánudögum á milli kl.14:00-18:00, 45mín hver tími, samtals 8 skipti. Kennt verður í Samskipahöllinni, hólfi 3.
Sigrún Sigurðardóttir þarf vart að kynna en hún hefur kennt í fjölda ára með góðum orðstír.
Skráning fer fram á www.sportfengur.com og er skráningarfrestur til 20.janúar 2022.