Sigvaldi Lárus Guðmundsson reiðkennari frá Hólaskóla býður upp á einkatíma hvort sem er með ung og óreynd hross eða eldri og reyndari hross.
Sigvaldi er afar reynslumikill tamningamaður og þjálfari.
Hann hefur starfað sem reiðkennari á Hólum og við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri við mjög góðan orðstír, kenndi Reiðmanninn og er nú yfirreiðkennari Hæfileikamótunar LH fyrir krakka á aldrinum 14-17 ára ásamt því að hafa tamið og þjálfað víða til margra ára.
Kenndir verða 3 tímar fyrir jól.
Kennt verður á mánudögum í Samskipahöll, hver tími er 40-45 mín.
Kennt verður eftirtalda daga; 29.nóv., 6.des. og 13.des.
Ef áhugi er fyrir hendi verður hægt að bóka fleiri tíma eftir áramót.
Verð fyrir unglinga/ungmenni er 25.500kr
Skráning fer fram á tölvupósti, sendið póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Verð fyrir fullorðna er 33.000
Skráning fer fram á www.sportfengur.com