Vilfríður Fannberg Sæþórsdóttir tamningamaður og reiðkennari frá Hólaskóla heldur námskeið í Spretti fyrir þá sem vilja styrkja leiðtogahlutverk sitt við hestinn og öðlast meira sjálfstraust í útreiðum. Kennt verður bæði inni í reiðhöll og úti í reiðtúrum.
Námskeiðið verður haldið 1-2x í viku í 5 vikur. Samtals 9 skipti. 2 nemendur saman í hóp. Hver tími er ca. 45mín. Kennt verður bæði inni og úti. Kennt verður á mánudögum og miðvikudögum, tímar í boði frá kl.16:15-20:00.
Kennsla hefst 17.nóv og stendur til 15.des. Kennsla fer fram í Samskipahöll þegar kennt verður inni.
Vika 1 (miðvikud. 17.nóv) verður kennt inni í Samskipahöll.
Vika 2 verður kennt inni í Samskipahöll. (mán og mið)
Vika 3 verður kennt úti, riðið út. (mán og mið)
Vika 4 verður kennt inni í Samskipahöll. (mán og mið)
VIka 5 verður kennt úti, riðið út. (mán og mið)
Verð fyrir unglinga og ungmenni er 38.000kr. Skráning fer fram á tölvupósti This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Verð fyrir fullorðna er 45.000kr. Skráning fer fram á www.sportfengur.com