Ísólfur Líndal reiðkennari verður með sýnikennslu föstudaginn 19.nóv kl.19:30 í Samskipahöllinni. Í framhaldinu mun hann bjóða upp á einkatíma helgarnar 20.-21.nóv. og 11. og 12.des í Húsasmiðjuhöllinni.
Ísólfur er menntaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum, þar sem hann starfar að hluta til í dag ásamt því að rækta, temja og þjálfa hross á búi sínu Sindrastöðum, Lækjamóti. Ísólfur á velgengni að fagna í reiðkennslu og hestaíþróttum. Hann hlaut m.a reiðkennsluverðlaun Háskólans á Hólum, verið kjörinn Gæðingaknapi ársins hjá LH og hefur um áraraðir verið í toppbaráttu og í verðlaunasætum í Meistaradeildum, Íslandsmótum, Fjórðungsmótum, Landsmótum og öðrum stórmótum. Ísólfur leggur mikla áherslu á leiðir til jákvæðra og markvissra samskipta við hestinn í kennslu sinni og gaf 2015 út kennslubókina „Með hestum – fótastjórnun“.
Í sýnikennslunni mun Ísólfur fjalla um hvað skal hafa í huga í upphafi vetrarþjálfunar. Auk þess mun Ísólfur aðstoða knapa við þjálfun á hest sínum – reiðkennsla í beinni.
Sýnikennslan fer fram í Samskipahöllinni og kostar 1500kr. Frítt inn fyrir 14 ára og yngri, einnig 67 ára og eldri.
Í framhaldi af sýnikennslunni mun Ísólfur bjóða uppá einkatíma helgina 20.-21.nóv.
Hver einkatími er 45 mínútur og kennt verður í Hattarvallahöll. Skráning fer fram á sportfengur.com – en hægt er að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og óska eftir sérstökum tímasetningum, reynt verður að koma til móts við nemendur með tímasetningar eins og hægt er.