Frá miðjum október 2021 til lok maí 2022 mun hestamannafélagið Sprettur bjóða börnum og unglingum að sækja æfingar í hestamennsku. Lágmarksaldur er 8 ára og miðað er við að nemendur geti stýrt sínum hesti sjálf (ekki teymt) á feti og brokki/tölti.
Æfingarnar skiptast niður á þrjú tímabil.
Tímabil 1) október til desember.
Tímabil 2) janúar til apríl.
Tímabil 3) maí.
Hægt verður að skrá hvert tímabil fyrir sig.
Kennarar verða Sigrún Sigurðardóttir og Þórdís Gylfadóttir. Kennsla fer fram á miðvikudögum, milli kl.16-19 (fer eftir fjölda skráninga), í Samskipahöll eða Hattarvallahöll. Skipt verður í hópa eftir aldri og getu – í bóklegum tímum/fyrirlestrum verða allir saman. Nánari upplýsingar hjá Þórdísi í síma 868 7432.
Haust 2021
Tímabil 1) 13.október til 15.desember 2021, 10 skipti. Hér þurfa nemendur ekki að vera með hest, reiðkennari kemur með hesta. Aðaláherslan hér eru sætisæfingar, vinna við hendi og hringteymingar, sýnikennslur, bóklegir tímar og fyrirlestrar. Einnig verður farið í heimsóknir og haldið skemmtikvöld.
Vetur 2022
Tímabil 2) 12.janúar til 13.apríl 2022, 15 skipti. Hér þurfa nemendur að vera með sinn eigin hest. Aðaláherslan hér eru verklegir reiðtímar. Farið verður yfir víðan völl í kennslunni, s.s. áseta, gangtegundir, leikir, fimiæfingar, hindranir, þrautabraut, undirbúningur fyrir létta keppni (vetrarleikar) og hafa gaman! Námskeiðinu lýkur með þátttöku í sýningu/keppni fyrir páska.
Vor 2022
Tímabil 3) 4.maí til 25.maí, 4 skipti. Hér þurfa nemendur að vera með sinn eigin hest. Aðaláherslan hér verða reiðtúrar og þjálfun utandyra. Hvernig á að þjálfa hest í reiðtúr - hvað ber að varast - hvað er hægt að gera og hvernig. Einnig verða kynntar hringteymingar og þjálfun í reiðgerðum. Kennsla fer fram utandyra á reiðvegum og í reiðgerðum, eingöngu 3-4 í hverjum hóp.
Júní 2022
Í lok tímabilsins, ef áhugi er fyrir hendi, er hugmynd að nemendur fari saman í stutta hestaferð þar sem riðið verður um Þingvelli og gist á Skógarhólum.
Verð fyrir hvern nemanda
Tímabil 1) 28500
Skráning er opin og fer fram á Sportfengur til 6.október.