Þriðjudaginn 25. maí fer fram æfingamót fyrir unga fólkið okkar í Spretti. Að móti loknu mun dómari mótsins spjalla við þátttakendur um gæðingakeppnina, hvað gott er að hafa í huga við sýningarnar og gefa góð ráð. Hvetjum við alla unga Sprettara til að mæta. hlusta og fá sér Pistur hvort sem þeir keppa á æfingamótinu eða ekki. Miðum við að Pítsur og spjall byrji klukkan 19:30 í veislusal Spretts.
Umsögn og einkunn verður afhent þátttakendum að móti loknu. Hvetjum aðstandendur til að taka myndskeið af sýningum svo hægt sé að ræða við dómara um tölur ásamt því að ræða um sýninguna. Markmið með mótinu er að veita ungum Spretturum tækifæri til að æfa sig og fá leiðsögn fyrir gæðingakeppnina okkar sem fer fram í Spretti fyrstu helgina í júní.
Ekki eru riðin úrslit og ekki verður raðað í sæti.
Hér að neðan er dagskrá og ráslisti fyrir mótið:
Dagskrá
17:30 Hefst mótið
· Ungmennaflokkur
· Unglingaflokkur
· Barnaflokkur
· Ungmennaflokkur A flokkur
Rásröð eftir nöfnum knapa
Ungmenni B flokkur
· Viktoría Brekkan - Gleði
· Ásdís Agla Brynjólfsdóttir - Líf
· Rakel Kristjánsdóttir - Kara
· Marín Imma - Krækja
· Rakel Hlynsdóttir - Gnótt
Unglingaflokkur
· Þórdís Agla Jóhannsdóttir - Hvinur
· Matthildur Lóa Baldursdóttir - Ríma
· Anna Ásmundsdóttir - Gígja
· Óliver Gísli Þorrason - Embla
· Ágústína Líf Siljudóttir - Spurning
· Þórdís Agla Jóhannsdóttir - Gimsteinn
Barnaflokkur
· Katla Grétarsdóttir - Valtýr
· Hulda Ingadóttir - Elliði
· Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir - Rosti
· Halldór Frosti Svansson - Kjúka
· Kári Sveinbjörnsson - Lóa
· Ýmir Hálfdánsson - Hera
· Guðrún Margrét Theodórsdóttir - Loki
· Kristín Elka Svansdóttir - Loki
· Hulda Ingadóttir - Ægir
· Hilmar Þór Þorgeirsson - Kolfinna
· Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir
Ungmennaflokkur A flokkur
· Marín Imma - Hnota