Plönin þessa mánuði breytast því miður hratt í takt við hertar sóttvarnaraðgerðir. Fyrirhugað var að hefja reiðtúr æskulýðsnefndar, halda þrauta og leikjadaginn, að hefja æfingar fyrir Æskan og hesturinn ásamt fleiri hlutum.
Eins og staðan er, þar sem börn eldri en 2015 eru partur af hertum aðgerðum þurfum við því að aflýsa þeim viðburðum sem fyrirhugaðir hafa verið fram til 15 apríl en þá verður staðan endurskoðuð.
Við teljum hættu fólgna í því að beina fólki saman á einn stað, þó við höfum grímuskyldu og 2 metra reglu.
Æskulýðsnefndina óskar því öllum smáum og stórum Spretturum gleðilegra páska