Æskan og hesturinn er árleg reiðhallarsýning í Víðidal þar sem ungir knapar koma fram og sýna listir sínar. Sprettur verður með tvö atriði á sýningunni sem í ár verður haldin þann 1. Maí.
Til að undirbúa atriði Spretts höfum við ákveðið að setja upp undirbúningsnámskeið og fengið til liðs við okkur Guðrúnu Margréti Valsteinsdóttur sem er 2. árs nemi við Háskólann á Hólum þar sem hún lærir Reiðmennsku og reiðkennslu. Hún hefur komið fram og aðstoðað við þó nokkrar reiðhallarsýningar og atriði í gegnum tíðina, bæði á Íslandi og erlendis.
Frá Guðrúnu: ,, Markmiðið er að hafa gaman og njóta þess að fá að koma fram á reiðhallarsýningu með atriði sem krakkarnir hafa sjálfir haft hönd í að ákveða og móta.”
Námskeiðið er frítt fyrir krakka á öllum aldri sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu og hafa aðgang að hestum sem þeir ráða við.
Eina skilyrðið er að börnin geti riðið hestum sínum sjálf án vandræða.
Hópnum verður getuskipt í tvo hópa og verða sýningaratriðin eftir getu hópanna.
Fyrsti fundur verður 30. mars í fundarherberginu á efri hæðinni í reiðhöllinni þar sem krakkar og foreldrar sem vilja taka þátt í þessu spennandi verkefni skulu mæta kl. 18:00. Grímuskylda verður fyrir foreldra á fundinum.
Ef upp vakna einhverjar spurningar má hafa samband í síma 892-2576 eða í gegnum e-mail: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .
Tímasetningar:
30. mars
18:00 Fundarherbergi í Samskipahöll
1.apríl
16:00 - 18:00 Húsasmiðjuhöll
2.apríl
13:00 - 15:00 Húsasmiðjuhöll
8. apríl
16:00 - 18:00 Húsasmiðjuhöll
10. apríl
14:00 - 16:00 Húsasmiðjuhöll
15. apríl
16:00 - 18:00 Húsasmiðjuhöll
18. apríl
14:00 - 16:00 Húsasmiðjuhöll
21. apríl
16:00 - 18:00 Húsasmiðjuhöll
24. apríl
19:00 - 21:00 Samskipahöll
28. apríl
16:00 - 18:00 Samskipahöll
Generalprufa
?? Reiðhöll í Fáki
1.maí
?? Reiðhöll í Fáki