Helgina 29.-31.jan verður járninganámskeið í Spretti.
Caroline og Sigurgeir búa á Selfossi, hafa járningar af fullri atvinnu og reka þar sitthvort járrningafyrirtækið.
Caroline er frá Svíþjóð og hefur búið að íslandi síðan 2010 og hefur lokið 3.ára námi við járningarskólan Wången í Svíþjóð, Sigurgeir líkur námi þar vorið 2021.
Bæði hafa þau lengi verið í hestum og áhuginn fyrir járningum vaknaði snemma.
Þau hafa mikla reynslu af járningum, allt frá ferðahestum til topp keppnins og kynbótahrossa.
Caroline starfar einnig sem járningakennari á hestabraut í Fjölbrautarskóla Suðurlands.
Á föstudeginum verður bóklegur tími og sýnikennsla, á laugardegi og sunnudegi verður hópnum skipt í tvennt og kennt verður fyrir og eftir hádegi báða daga.
Hver og einn þátttakandi kemur með sinn hest og járningaáhöld.
Verð fyrir hvern þátttakenda er 25.000kr
Skráning er opin í gegnum Sportfeng.
Námskeiðið er öllum opið en þó ganga Sprettarar fyrir.