Skráning er nú opin á ýmis námskeið sem hefjast strax fyrstu vikuna í janúar 2021. Námskeiðin eru fyrir félagsmenn Spretts.
Knapamerki 4 og 5 hefjast 6.jan, kennt verður á mánudögum og miðvikudögum, kennari verður Árný Oddbjörg Oddsdóttir
Þjálfun fyrir börn og unglinga hefst 6.jan. Námskeið fyrir börn og unglinga. Lögð verður áhersla á að bæta gangtegundir með markvissri þjálfun, fimiæfingum og góðri ásetu knapans. Frábært námskeið fyrir öll börn og unglinga sem vilja bæta sig og hestinn sinn. Kennt verður 1x í viku, 12 skipti, hægt að velja um tíma á mánudögum eða miðvikudögum. Verð fyrir hvern þátttakenda er 25.000.kr Kennari Árný Oddbjörg Oddsdóttir
Næstu skref Unghrossanámskeið og tveggjamanna tímar hjá Ölmu Gullu. Námskeið fyrir fólk sem vill fá aðstoð með ung hross, taka næstu skref. Námskeiðið er ætlað þeim sem eru með reiðfær/ lítið gerð hross og vilja fá aðstoð við næstu skref. Einnig ætlar Alma að bjóða uppá tveggja manna tíma líkt og hún gerði í haust fyrir fólk sem vill aðstoð með sín hross, taka næstu skref. Tímarnir verða merktir í Sportfeng unghross eða tveggja manna tímar til þess að allir fái sem mest út úr sínum tíma. Kennt verður frá kl 16:00 á miðvikudögum og föstudögum og frameftir kvöldi og kennt frá kl 9:00 og frameftir degi á laugardögum og sunnudögum, 40 mín í senn, tveir saman í hverjum tíma, 8 skipti verð pr þátttakenda er 40.000kr Kennt verður 6.jan, 8.jan, 9.jan, 10.jan, 13.jan, 15.jan, 16.jan, og 17.jan.
Einkatímar hjá Ragnhildi Haraldsdóttir. Kennt verður í 40.mín eiknatímum, kennt verður eftirfarandi daga: 4.jan 18.jan 1.feb 15.feb 1.mars 15.mars. Verð 72.500kr
Einkatímar hjá Hinrik Sigurðssyni, Kennt verður á þriðjudögum frá kl 9-15. Kennsla hefst 5.jan, kennt 1x í viku 4 skipti. Verð 42.000kr.
Einka og paratímar hjá Robba Pet. Kennt verður á þriðjudögum. Kennsla hefst 5.jan, kennt 1x í viku 8 skipti. Verð fyrir hvern þátttakenda í paratímum er 40.000kr og einkatímar kosta 64.000kr
Helgarnámskeið hjá Helgu Unu helgina 8.-10.jan. Verð fyrir hvern þátttakenda er 30.000kr
Hestafjör. Námskeið fyrir hressa krakka. Lagt er áhersla á að ná betri stjórn á hesinum með leikjum og þrautum. Aðal atriðið er að hafa gaman með hestunum. Námskeiðið er hugsað til að auka áhuga á hestum og styrkja samband og barna og hestanna og auka sjálfstraust. Styrkja stjórnun og gangtegundir í gegnum leiki og þrautir.
Námskeiðið er ætlað krökkum og unglingum á aldrinum 9-16 ára. Námskeiðið hefst 14.jan. Kennt verður 1x í viku á fimmtudögum 8 skipti. Verð fyrir hvern þátttakenda er 15.000kr
Kennari er Matthías Kjartansson
Allar skráningar fara fram í gegnum Sportfeng.
Þau börn/unglingar sem vilja nýta frístundastyrki fyrir námskeiðin vinsamlega sendið okkur póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og opnum skráningar í gegnum Nora kerfið