Kæru Sprettarar.
Nú loksins hafa reiðhallir okkar opnað, við höfum öll iðað í skinninu eftir því að komast inn og þjálfa.
Samkvæmt undanþágu sem LH fékk er hámarks fjöldi inni í hverri reiðhöll 10 manns í senn.
Ég bið ykkur Sprettarar um að virða þau takmörk og hjálpast að við að allir komist inn, td ef að 10 eru inni og sá 11 kemur í gættina, þá fer sá út sem lengst hefur verið inni. Hver og einn er hámark 30.mín inni í reiðhöll með hvern hest.
Ég vil líka minna alla á að hver lykill gildir eingöngu fyrir þann sem skráður er fyrir lyklinum.
Lykillinn er ekki fyrir maka/sambýling eða börn viðkomandi eldri en 18 ára og ekki er leyfilegt að þeir/þær sem eru saman í hesthúsi noti eingöngu einn lykil.
Hægt er að kaupa fjölskyldulykil sem gildir fyrir hjón/pör og börn þeirra undir 18 ára aldri, allir notendur þurfa að vera skráðir fyrir lyklinum og vera skráðir í hmf Sprett.
Mjög mikilvægt er að eftir þessu sé farið, núna á tímum Covid þurfum við að geta rakið nákvæmlega hver er inni hverju sinni og því mikilvægt að allir noti sinn eigin lykil, allar komur í reiðhöllina eru skráðar rafrænt.
https://www.lhhestar.is/is/frettir/notkun-reidhalla-heimil-med-takmorkunum
Hjálpmust öll að, við erum jú öll almannavarnir.
Bestu kveðjur
Lilja Sigurðard.
Framkvæmdastjóri