Nú höfum við opnað aftur fyrir skráningu á þetta frábæra námskeið. Skráningu lýkur 1.nóv.
Gott er að byrja undirbúning fyrir veturinn með liðkandi og mýkjandi þjálfun. Ragnheiður Samúelsdóttir reiðkennari ætlar að vera með kennslu og aðstoða fólk við að byrja veturinn eftir sumarfrí hjá mönnum og hestum.
Þjálfunmarkmiðið í kennslunni yrði jafnvægi og þjálni knapa og hests, árangurbætandi kennsla til þess að fá betri gæðing sér til skemmtunar.
Einn sameiginlegur bóklegur tími fyrir alla þátttakendur og einn tíminn verður í formi sýnikennslu hjá Röggu.
Kennt verður í 30.mín einkatímum 8 skipti verkleg kennsla, kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum í Samskipahöllinni frá kl 17:00-20:00. Fyrsti verklegi tíminn verður þriðjudaginn 3.nóv.
Verð fyrir hvern þátttakenda er 52.000kr
Skráning er opin í gegnum Sportfeng