Unghrossanámskeið og tveggjamanna tímar hjá Ölmu Gullu.
Fræðslunefnd Spretts ætlar að bjóða uppá námskeið fyrir fólk sem vill fá aðstoð með ung hross, taka næstu skref.
Námskeiðið er ætlað þeim sem eru með reiðfær/ lítið gerð hross og vilja fá aðstoð við næstu skref.
Einnig ætlar Alma að bjóða uppá tveggja manna tíma líkt og hún gerði sl haust og vetur fyrir fólk sem vill aðstoð með sín hross, taka næstu skref.
Tímarnir verða merktir í Sportfeng unghross eða tveggja manna tímar til þess að allir fái sem mest út úr sínum tíma.
Kennt verður frá kl 16:00 á miðvikudögum og frameftir kvöldi og kennt frá kl 9:00 og frameftir degi á laugardögum, 2x í viku í 40 mín í senn, tveir saman í hverjum tíma, 8 skipti verð pr þátttakenda er 40.000kr
Kennt verður 2. 5. 9. 12. 23. 26. 30. sept og 3. okt
Skráning fer framí gegnum Sportfeng, námskeiðið er öllum opið.