Námskeið í vinnu við hendi hefst 10.mars 2020 bæði verður boðið uppá kennslu fyrir minna og meira vana. Þeir sem ekki hafa farið á vinnu við hendi námskeið hjá Hrafnhildi áður skrá sig í minna vana, þeir sem hafa áður farið skrá sig í meira vana.
Farið verður í hvernig hægt er að notast við vinnu við hendi til að hjálpa hestinum að skilja grunnábendingar og að ná betri stjórn á yfirlínu og andlegu og líkamlegu jafnvægi. Grundvöllur árangurs er að hesturinn sé sáttur og skilji ábendingar knapans, hvort sem það er frá jörðu eða á baki. Einnig verður farið í grunnatriði í hringteymingum og hvernig hægt er að nota það sem viðbót við fjölbreytta þjálfun til að byggja upp réttu vöðvana í hestinum.
Frábært að byrja veturinn á vinnu í hendi þegar hrossin eru að komast af stað í þjálfun. Hver og einn kemur með eigin hest og búnað.
Verð fyrir hvern þátttakenda er 11.500kr.
Kennt verður á þriðjudaginn 10.mars kl 20-22 í Húsasmiðjuhöllinni og miðvikudagana 18. og 25. mars og 1. apríl í Samskipahöllinni kl 16-18
Skráning verður opin til 2.mars í gegnum Sportfeng.
Fræðslunefnd Spretts