Að gefnu tilefni viljum við minna Sprettara á umgengnis og umferðarreglur í reiðhöllum félagsins.
Því miður höfum við í Fræðslunefnd fengið kvartanir þess efnis að truflun hafi orðið þar sem börn voru við kennslu því að riðið hafi verið á mikilli ferð inní hólf þar sem kennsla var í gangi, þrátt fyrir að hólfi hafi verið afmarkað.
Ef kennsla er í gangi vinsamlega virðið það og ekki ríða inní viðkomandi hólf.
Ef að fólk er á leið í kennslu vinsamlega notið hurð á viðkomandi hólfi, ekki trufla kennslu í hólfi 2 ef að kennsla er þar í gangi til að komast inn í hólf 3.
Hægri réttu gildir ávalt á reiðleiðum.
Sá sem ríður fet eða er að vinna í hendi á ekki að vera á sporaslóð.
Núna þegar margir eruð að ríða út og mikil umferð er í reiðhöllunum þurfum við öll að hjálpast að við að sýna hvort öðru tilllit.
Hvetjum fólk til að lesa sig til um reiðleiðir og hvernig er hægt að nýta reiðleiðir og gólfflöt í höllunum sem best án þess að trufla hvort annað. Mælum með að fólk reyni að forðast að ríða "miðju" baug þegar margir eru inni í reiðhöllinni samtímis, frekar að reyna að vera í öðrum hvorum endanum á viðkomandi hólfi til þess að sem flestir komist að og geti þjálfað án árekstra.
Fræðslunefnd Spretts