Mörg og mismunandi námskeið eru á dagskrá hjá okkur í Spretti nú strax í næstu viku.
Fyrsta helgarnámskeið vetrarins verður 10.-12.jan hjá Þórarni Ragnarssyni, enn eru laus pláss hjá honum.
Vegna mikillar eftirspurnar á kennslu hjá Ölmu Gullu þá höfum við bætt við tímum hjá henni.
Laust er á Vinnu við hendi og hringteymingar hjá Hrafnhildi Helgu.
Einka og tveggja manna tímar hjá Robba Pet hefjast þriðjud. 7.jan, örfá laus pláss hjá honum.
Þjálfunar og keppnis námskeið fyrir börn, unglinga og ungmenni hefst 13. jan. Kennarar eru Edda Rún Ragnard og Sigurður V. Matthíasson.
Knapamerki 3,4 og 5 fyrir unglinga og ungmenni hefjast 13.jan. Kennari Árný Oddbjörg Oddsdóttir.
Knapamerki og reiðkennsla fyrir fullorðna hefst 13.jan. Kennari Þórdís Anna Gylfadóttir
Pollanámskeið hjá Þórdísi Önnu hefst 11.jan.
Hestamennsku námskeiðið hjá Sigrúnu og Dísu hefst 20.jan.
Helgar námskeið hjá Þorvaldi Árna Þorvaldssyni og Hinrik Sigurðssyni eru einnig á dagskrá hjá okkur í janúar.
Sigrún Sig. verður með kennslu á mánudögum, byrjar 3.feb
Töltdömur Spretts hefjast 5.feb. kennari Ragnheiður Þorvaldsdóttir.
Nánari upplýsingar um þau námskeið sem eru í boði í vetur er að finna http://sprettarar.is/frettir-af-namskeidahaldi-hja-spretti
Fræðslunefnd Spretts