Námskeið fyrir börn, unglinga og ungmenni, hvort sem þau vilja bæta sig og sinn hest til útreiða eða stefna á keppni. Miðað er við 10 ára til 21 árs á árinu.
Kennt verður á mánudögum og þriðjudögum (val um hvorn daginn) í Samskipahöllinni. Kennt einu sinni í viku tveir saman í tíma fyrst um sinn, þegar líður nær mótum úti á velli færist kennsla fyrir þau sem stefna á keppni út á keppnisvöll. Kennsla fyrir þau sem stefna á þjálfun á sínum reiðhesti færist líka út.
Kennarar verða Sigurður V. Matthíasson og Edda Rún Ragnarsdóttir, þau munu fylgja þeim eftir sem stefna á úrtöku fyrir Landsmót.
Námskeiðið hefst 13.janúar og er skráning opin í gegnum Sportfeng og einnig í gegnum https://umsk.felog.is/ fyrir þau sem vilja nýta frístundastyrki sína.
Verð fyrir hvern þátttakenda er 35.000kr
Fræðslunefnd Spretts