Í vetur verða kennd Knapamerki 1 & 2 fyrir fullorðna. Farið verður ítarlega yfir helstu atriði hestamennskunnar og lagður breiður grunnur fyrir framhaldið. Fólk ræður því hvort það vilji taka prófin í lok námskeiðsins eða ekki, það er ekki skylda. Kennt verður í 4 manna hópum.
Kennsla fer fram í Húsasmiðjuhöllinni. Kennt verður tvisvar í viku, á mánudögum og miðvikudögum milli kl.19:00-20:30.
Kennsla hefst mánudaginn 13.jan 2020 og lýkur í lok febrúar.
Farið verður yfir;
- umgengni, hirðingu og atferli hestsins
- mismunandi búnað sem notaður er við þjálfun hestsins, t.d. mismunandi
beislisbúnað, hringteymingabúnað, hlífar og þyngingar auk hnakka, undirdýna o.fl.
- vinnu við hendi
- ásetu og jafnvægi knapans, mismunandi ásetur og tilgangur þeirra, sætis- og
jafnvægisæfingar
- ábendingar og stjórnun
- fimiæfingar, s.s. baugar, bakka, framfótasnúningar, krossgangur og sniðgangur
- gangtegundir
Kennari verður Þórdís Anna Gylfadóttir reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Þórdís hefur
verið starfandi reiðkennari sl. 10 ár og m.a. kennt reiðmennsku og reiðkennslu við
Háskólann á Hólum.
Skráning er opin og fer fram á Sportfeng og lýkur 11.janúar.
Verð fyrir námskeiðið er 38.700kr (14 tímar)
Fræðslunefnd Spretts