Dagskrá fræðslunefndar er að taka á sig mynd. Hér er smá listi yfir það sem við höfum skipulagt og vonum að sem flestir finni námskeið við sitt hæfi. Fleiri námskeið eru í deiglunni og verða þau auglýst fljótlega.
Skráningar opna á næstu dögum í gegnum Sportfeng, verður auglýst nánar.
Tilvalið fyrir Sprettara að gefa námskeið í jólagjöf.
Við byrjum veturinn á sýnikennslu hjá Ísólfi Líndal nk föstudag 6.des og í kjölfarið verður helgarnámskeið hjá honum 7.-8.des.
Eftirfarandi námskeið eru komin á dagskrá hjá okkur.
Þjálfunar og keppnisnámskeið fyrir börn, unglinga og ungmenni hefst 11.jan. Kennt á mánudögum/þriðjudögum. Kennarar verða Siggi Matt. og Edda Rún Ragnarsd. Námskeið opið öllum hvort sem þau stefna á keppni eða einfaldlega til að bæta sig og sinn hest.
Robbi Pet. verður með para og einkatíma á þriðjudögum.
Sigrún Sig. verður með kennslu á miðvikudögum.
Ragga Sam. verður með kennslu á miðvikudögum.
Ragnheiður Þorvaldsd verður með töltkonu hóp á miðvikudögum, ýmiskonar skrautreið æfð á þessu námskeiði.
Þórdís Anna verður með kennslu fyrir fullorðna á mánud og miðvikud.
Þórdís Anna verður með pollanámskeið á laugardögum.
Eftirfarandi helgarnámskeið eru á dagskrá hjá okkur, vonandi eiga fleiri eftir að bætast við.
10.-12.jan verður Þórarinn Ragnarsson með helgarnámskeið.
17.-19.jan verður Þorvaldur Árni Þorvaldsson með helgarnámskeið
31.jan-2.feb verður Hinrik Sigurðsson með helgarnámskeið.
7.-9.feb verður Kristján Elvar Gíslason með járninganámskeið
Okkur hlakkar til vetrarstarfsins og vonum að ykkur geri það líka