Skráningar er opnar á ýmis námskeið sem munu hefjast innan skamms.
Allar skráningar fara fram í gegnum Sportfeng. Öll námskeið eru nánar auglýst á http://sprettarar.is/namskeid-spretts
Bóklegur hluti allra knapamerkja verður kenndur í samstarfi við Fák http://fakur.is/knapamerki-haust-2019/
Hestamennska haustið 2019 hefst 30.okt. Kennarar Sigrún Sig. og Þórdís Anna Gylfad.
Knapamerki 1&2, verklegur hluti fyrir unglinga hefjast 6.nóvember. Kennari Fríða Hansen. Vekjum athygli á því að knapamerki 1&2 verða ekki kennd eftir áramót.
Knapamerki/reiðkennsla fyrir fullorðna hefst 13.nóv. Kennari Þórdís Anna Gylfad.
Vinna við hendi og hringteymingar hefst 27.nóv. Bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Kennari Hrafnhildur Helga.
Sýnikennsla hjá Ísólfi Líndal verður 6.des og verður helgarnámskeið hjá Ísólfi 7.og 8.des.
Við erum í óða önn að skipuleggja dagskrá vetrarins og vonumst til að flestir finni eh við sitt hæfi í vetur. Þökkum um leið fyrir margar góðar tillögur sem hafa borist frá Spretturum til okkar.
Fræðslunefnd Spretts