Hin skemmtilegu Hestamennsku námskeið munu halda áfram haustið 2019.
Námskeiðið hefst miðvikudaginn 30.okt.
Í boði verða tveir mismunandi aldurshópar. 7-10 ára og 10-14 ára. Miðað er við að í eldri hópnum séu nemendur orðnir færir um að stjórna sínum hestum mjög vel og ríða allar gangtegundir (nema skeið). Miðað er við að nemendur í yngri geta stjórnað og riðið sínum hestum sjálf á feti og eitthvað á brokki/tölti.
Reiðkennarar verða Sigrún Sigurðardóttir og Þórdís Anna Gylfadóttir.
Kenndir verða 5 bóklegir tímar á efri hæð Samskipahallarinnar. Í bóklegu tímunum munum við m.a. fá til okkar góða gesti og fara í heimsókn. Bóklegir tímar verða kenndir á mánudögum og miðvikudögum á tímabilinu 30.okt. til 13.nóv.
Kenndir verða 10 verklegir tímar, 45mín hver. Kennt verður á mánudögum og miðvikudögum í Samskipahöllinni.
Verkleg kennsla hefst 18.nóv og lýkur laugardaginn 14.des. á skemmtimóti.
Þema námskeiðsins hjá yngri hóp er; ásetur, gangtegundir, leikir, þrautir og mismunandi
keppnisgreinar.
Þema námskeiðsins hjá eldri hóp er; fræðsla og fyrirlestrar varðandi þjálfun hestsins hvort sem um er að ræða reiðhest eða keppnishest (bæði frá sjónarhóli keppenda og dómara), gangtegundir, mismunandi keppnisgreinar, þrautir og leikir.
Námskeiðinu hjá yngri nemendum lýkur með þátttöku nemenda í léttri keppni (boðið verður uppá mismundandi keppnisgreinar) ásamt því að aðstoða við mótahald.
Námskeiðinu hjá eldri nemendum lýkur með því að nemendur skipuleggja, undirbúa, keppa og
halda mót. Stefnt er að því að bjóða öðrum hestamannafélögum að taka þátt í viðburðinum.
Skráning á námskeiðið fer fram í gegnum Sportfeng og lýkur sunnudaginn 27.okt.
Verð kr. 38000.-
Nánari upplýsingar gefur Sigrún s.896-1818.
Fræðslunefnd Spretts