Hestamannafélagið Sprettur og Róbert Petersen reiðkennari verða með frumtamningarnámskeið sem hefst mánudaginn 7. október nk. með bóklegum tíma á efri hæð Samskipahallarinnar.
Verklegir tímar hefjast svo þriðjudaginn 8.október og kemur hver þátttakandi með sitt tryppi. Farið verður í gegnum helstu þætti frumtamningar, s.s.
Atferli hestsins
Leiðtogahlutverk
Fortamning á tryppi
Undirbúningur fyrir frumtamningu
Frumtamning
Bóklegir tímar: 1
Verklegir tímar: 11
Tímar: mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga í fjórar vikur.
Verð: 42.000.-
Fjórir nemendur verða í hverjum hópi en hámarksfjöldi á námskeiðið er 12 – 16 þátttakendur.
Bóklegir tímar verða sameiginlegir fyrir allan hópinn. Verkleg kennsla verður í hólfi 1 í Samskipahöllinni og í rennunni fyrir framan hólf 1 þar sem unnið verður með tryppin.
Einnig eiga nemendur að fylgjast með öðrum og læra þannig á mismunandi hestgerðir og mismunandi aðferðir við for- og frumtamningu.
Skráning fer fram í gegnum Sportfeng.
Námskeiðið er öllum opið.
Fræðslunefnd Spretts