Fræðslnefnd Spretts ætlar að bjóða Spretturum sem stefna á keppni á Íþróttamóti Spretts uppá kennslu/aðstoð fyrir mót. Kennari verður Ragnheiður Samúelsdóttir.
Kennt verður á Hvammsvellinum (gamla vellinum) 2 inná í einu í 30 mín.
Ragga Sam. mun aðstoða hvern og einn við að stilla hestinum sínum sem best upp. Stefnum á að fá íþróttadómara til liðs við okkur 11.maí sem mun gefa ráð frá sínu sjónarhorni.
Kennt verður 6.maí, 8.maí, 11.maí, 13.maí og 15.maí.Hvetjum Sprettara, þær/þá sem langar að prufa að keppa að nýta sér þetta frábæra tækifæri.
Skráning er opin í gegnum Sportfeng.
Skráningarfrestur er til og með sunnudagsins 5.maí.Hver og einn skráir sig í þá grein sem hann/hún vill spreyta sig í.
Verð fyrir hvern þátttakenda er 17.500kr
Fræðslunefnd Spretts