• Fréttir
  • facebook
  • Dagskrá
  • Námskeið
  • Félagið
  • Reiðhöll
  • Arnarfell
  • Myndir
  • Innskráning

Námskeiðahald

Laus pláss á nokkur námskeið sem hefjst í vikunni.

Skrifað þann Febrúar 03 2019
  • Print
  • Netfang
Hlaupahestur
Laus pláss eru á nokkur námskeið sem hefjast í vikunni hjá Spretti.

Eitt pláss er laust í Vinnu við hendi, (vanir) hjá Hrafnhildi sem hefst á morgun mánudag 4.feb kl 18.

Einn tími er laus hjá Hrafnhildi Helgu, kennt er í 40.mín á miðvikudögum 8 skipti, fyrsti tímin 6.feb. verð 61.000 fyrir námskeiðið.

Laus pláss eru í kennslu hjá Ísólfi Líndal en hann mun kenna á föstudögum í 45.mín einkatímum (eða tveir saman ef fólk vill), annanhvern föstudag, fyrsti tíminn verður 8.feb. Kennt er frá kl 9 á morgnanna til 16 á daginn. Verð 45.000 fyrir námskeiðið.

Laus pláss eru á helgarnámskeið hjá Jóhanni Ragnarssyni helgina 9.og 10 feb. Kennt verður í 40.mín einkatímum. Verð 22.000 fyrir hvern þátttakenda

Laus pláss eru á pollanámskeið hjá Rúnu Björgu, námskeiðið hefst laugardaginn 9.feb, kennt í 40.mín 6 skipti. Verð 8.000 fyrir hvert barn.

Allar skráningar fara fram í gegnum https://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add

Hvetjum Sprettarar til að nýta sér þessi frábæru námskeið og vonumst til að sem flestir finni námskeið við sitt hæfi.
Þökkum um leið Spretturum fyrir frábæara viðtökur á þeim námskeiðum sem nú þegar eru byrjuð.

Fræðslunefnd Spretts

Allar námskeiðsfréttir

Höfundarréttur © Hestamannafélagið Sprettur. Allur réttur áskilinn.
Námskeiðahald