Hinrik Þór Sigurðsson er reiðkennari hjá Landbúnaðarháskóla Íslands og umsjónarmaður Reiðmannsins sem er orðið stæsta skipulagða nám í hestamennsku á íslenskum hestum sem fram fer gegn um menntastofnun í heiminum í dag.
Hinni starfar einnig meðfram reiðkennslu og þjálfun sem ráðgjafi og fyrirlesari í hugarþjálfun og markmiðasetningu hjá fyrirtækjum og íþróttafélögum.
Námskeiðið byggist upp á þremur vinnulotum, tvo daga í senn þar sem hver knapi ríður 2 reiðtíma í hverri lotu, paratíma. Þar er unnið með að búa til „rauðan þráð“ í þjálfun hvers hests og knapa fyrir sig.
Á hverri vinnulotu eru tveir paratímar (2 knapar saman) og einn bóklegur tíma þar sem farið er yfir þá hluti sem unnið er með hverju sinni.
Hér eru vinnuloturnar sem eru væntanlegar í Spretti.
16-17 feb (lau-sun)
16-17 mars (lau-sun)
9.-10 arpíl (þri-mið)
Verð fyrir hvern þátttakenda fyrir þessar 3 lotur er 51.000 kr
Skráning er opin í gegnum
https://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=addFræðslunefnd Spretts