Nýtt námskeið í vinnu við hendi hefst 4.feb, bæði verður boðið uppá byrjenda hóp og framhaldshóp.
Farið verður í hvernig hægt er að notast við vinnu við hendi til að hjálpa hestinum að skilja grunnábendingar og að ná betri stjórn á yfirlínu og andlegu og líkamlegu jafnvægi. Grundvöllur árangurs er að hesturinn sé sáttur og skilji ábendingar knapans, hvort sem það er frá jörðu eða á baki. Einnig verður farið í grunnatriði í hringteymingum og hvernig hægt er að nota það sem viðbót við fjölbreytta þjálfun til að byggja upp réttu vöðvana í hestinum.
Frábært að byrja veturinn á vinnu í hendi þegar hrossin eru að komast af stað í þjálfun.
Kennt verður á mánudögum í Samskipahöllinni, fyrsti tíminn verður 4.feb.
Skráning opin til 2.feb
4 saman í hóp.
Verð fyrir hvern þátttakenda er 11000.kr
Skráning fer fram í gegnum:
https://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add