Fimmtudagskvöldið 24.jan verður Jakob Svavar Sigurðsson með sýnikennslu í Samskipahöllinni í Spretti.
Jakob mun fara yfir ýmsar áherslur sem hann leggur uppúr í þjálfun sinni á hestum. Hann mun mæta með 2 hross sem hann er með í þjálfun og sýna áhorfendum hvernig hann vinnur með þau hross.
Sýnikennslan er öllum opin.
Þeir sem verða svo hjá Jakobi á helgarnámskeiði 26.g 27.jan fá frítt inn.
Aðgangseyrir er 2000kr Frítt fyrir 12 ára og yngri.Húsið opnar kl 18:30. Sýningin hefst kl 19:30Fræðslunefnd Spretts